![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Vikan var fremur róleg, aðeins staðsettur 261 skjálfti auk nokkurra sprenginga við Sultartangavirkjun en þær eru ekki teiknaðar á skjálftakortið. Allir voru skjálftarnir undir 2 að stærð utan nokkurra Mýrdalsjökulsskjálfta, sem voru flestir af stærðinni 2-3, og eins skjálfta á Hengilssvæðinu sem mældist um 2,1.
Að venju voru flestir skjálftanna á Hengilssvæðinu og var virknin mest bundin við norðanvert svæðið, í grennd við Nesjavelli. Einnig mældust skjálftar frá Ölfusi og allt út á Reykjanesshrygg. Á Reykjanesinu voru stöku skjálftar í sunnanverðri Heiðinni háu, í Kleifarvatni og vestur af Fagradalsfjalli.
Fáeinir skjálftar mældust á Suðurlandsundirlendinu; norður af Biskupstungum, í Bræðratungu, í Holtunum, suður af Galtarlæk og í Vatnafjöllum.
Skjálftar voru ekki margir fyrir norðan en þó nokkrir í Öxarfirði og úti fyrir Tjörnesi. Einn skjálfti mældist norðantil í Gjástykki.
Virknin í vestanverðum Mýrdalsjökli var við það sama og undanfarnar vikur, alls staðsettir um 35 skjálftar þar þessa vikuna. Einn skjálfti mældist í grennd við Hveravelli og þrír í norðanverðri Skjaldbreið.