Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 971208 - 971214, vika 50

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Vikan var með rólegra móti, aðeins voru staðsettir 226 skjálftar, auk nokkurra sprenginga.

Suðurland

Á laugardagsmorgni (13.12.) urðu nokkrir tugir smáskjálfta í sunnanverðu Mælifelli (64.09N, -21.19A). Innbyrðist staðsetningar skjálftanna benda til að þeir hafi orðið á nær lóðréttum fleti með stefnu nærri A-V. Þetta er einnig í samræmi við brotlausnir skjálftanna. Þeir eru flestir sniðgengisskjálftar, en í nokkrum varð siggengi. Einnig urðu nokkrir eilítið stærri skjálftar, allt að 3 á Rictherkvarða, annars staðar á Hengillsvæðinu.

Norðurland

Mjög rólegt var norðanlands þessa vikuna.

Hálendið

Nokkrir skjálftar í vestanverðum Mýrdalsjökli, líkt og undanfarnar vikur.

Sigurður Th. Rögnvaldsson