Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 971215 - 971221, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Í vkunni var 361 skjálfti staðsettur.

Suðurland

Að venju var virknin mest á norðaustan til á Hengilssvæðinu, norðan vert við Hrómundartind. Talsverð skjálftavirkni var undir Skálafelli á Hellisheiði, einnig voru skálftar í nágrenni Krísuvíkur og sunnantil í Ölfusinu. Seinni hluta vikunnar urðu nokkrir litlir skjálftar á Skeiðum og í Holtum.

Skjálftavirkni hélt áfram í vestanverðum Mýrdalsjökli. Staðsetning margra þessara skjálfta er óviss en þeir skjálftar sem best eru staðsettir eru nærri Tungnakvíslarjökli í Goðalandi.

Norðurland

Skjálftavirkni norðanlands var lítil. Einn skjálfti mældist nærri Þeistareykjum.

Hálendið

Ekki mældust skjálftar á hálendinu.

Einar Kjartansson