Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 971222 - 971228, vika 52

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Alls voru 342 jarðskjálftar staðsettir í vikunni.

Suðurland

Allnokkur virkni var norðan við Hveragerði og mældist stærsti skjálftinn 2,0 stig. Þá urðu allmargir skjálftar í Ölfusi og fannst hinn stærsti þeirra (2,3 stig) á Selfossi. Enn urðu skjálftar í vestanverðum Mýrdalsjökli og nokkrir austar í jöklinum.

Norðurland

Mjög fáir skjálftar fyrir Norðurlandi.

Hálendið

Tveir skjálftar áttu upptök sín í eystri Skaftárkatlinum í Vatnajökli.

Barði Þorkelsson