Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980105 - 980111, vika 02

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Alls voru 271 atburðir (skjálftar og sprengingar) staðsettir þessa viku.

Suðurland

Alltaf er einhver smáskjálftavirkni á Hengilssvæðinu. Um miðja vikuna urðu nokkrir smáskjálftar á Mosfellsheiðinni (við Eiturhól).

Norðurland

Mjög lítil skjálftavirkni var fram eftir vikunni. Laugardaginn 10. janúar kl. 2020 hófst skjálftahrina um 15 km austan við Grímsey sem stóð með hléum fram á sunnudagskvöld. Rúmlega 60 skjálftar mældust á þessum tíma. Stærsti skjálftinn í hrinunni var sunnudaginn 11. janúar kl. 1920 , M=3.5.

Hálendið

Enn er töluverð skjálftavirkni undir Mýrdalsjökli og þá aðallega undir vestanverðum jöklinum. Stærsti skjálftinn þar var þann 10. janúar kl. 11:08, M=2.5. Hafa ber í huga að upptök sumra skjálftanna eru ekki mjög vel ákvörðuð.

Þann 11. janúar kl. 2038 átti einn skjálfti (M=3.5) upptök í Kverkfjöllum.

Gunnar B. Guðmundsson