Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980216 - 980222, vika 08

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Rólegt framan af vikunni, en undir helgi kom smá hrina við Hengilinn. Nú eru hafnar sprengingar í Geldinganesi og koma þær vel fram á mælum. Hinn atburðurinn við Reykjavík er að öllum líkindum sprenging norðan við Grafarholtið, en það hefur ekki verið staðfest.

Reykjanes

Smáskjálftar mældust kringum Krísuvík og seinni part vikunnar mældust nokkrir smáskjálftar í Bláfjöllum.

Hengilssvæðið

Á miðvikudagsmorgun varð skjálfti af stærð 3 á Richterskvarða með upptök undir norðaustanverðum Hengli. Skjálfti þessi fannst í Reykjavík, á Kjalarnesi og í Svínadal. Ekki varð nein sérstök aukning á virkni í kringum þennan skjálfta. Um kvöldið fannst skjálfti í Hveragerði. Stærð hans var aðeins rúmlega 2, en hann var sunnar og austar, nær Hveragerði. Á föstudagskvöld byrjaði smáskjálftahrina nokkuð austar á svæðinu og stóð yfir fram á sunnudag. Aðeins einn skjálfti í hrinunni náði stærð yfir 2.

Suðurland

Nokkuð jöfn virkni á Suðurlandsbrotabeltinu, allt austur undir Heklu. Þessir skjálftar eru mjög litlir, flestir vel undir 1.0 á Richterskvarða. Heldur virðist vera að róast í Mýrdalsjökli. Að öllum líkindum er skjálftinn sem sýndur er sunnan Eyjafjallajökuls líka undan Mýrdalsjökli, en hann var mjög erfiður í aflestrum.

Norðurland

Í byrjun vikunnar mældust nokkrir skjálftar í Eyjafirði, rétt norðan Hríseyjar. Annars frekar rólegt kringum Tjörnesbrotabeltið.

Hálendið

Tveir skjálftar mældust við Bárðarbungu af stærð nálægt 2. Ein sprenging við Sultartanga kemur fram á kortinu.

Steinunn S. Jakobsdóttir