Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980223 - 980301, vika 09

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Alls var 501 jarðskjálfti staðsettur í þessari viku.

Suðurland

Virkni á Hengilssvæðinu var lítil í upphafi vikunnar en jókst síðan og varð meiri en verið hefur um nokkurt skeið. Mjög margir skjálftanna voru í námunda við Hrómundartind. Þá var nokkur skjálftavirkni í Ölfusi. Skjálftadreif mældist í Holtum og ennfremur urðu litlir atburðir við austanverða Þjórsárósa. Þá mældist skjálfti, 1,8 stig, skammt út af Reykjanesvita þann 26. Á Brunasandi í V.-Skaftafellssýslu mældist atburður þann 1., 1,7 stig.

Norðurland

Mjög lítið var um að vera.

Hálendið

Atburðirnir við Sultartanga eru sennilega sprengingar.

Barði Þorkelsson