| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 980309 - 980315, vika 11

Til að prenta kortið má nota
postscript
Alls voru 300 atburðir skráðir þessa viku.
Atburður við Króksfjarðarnes (11.3) er
sprenging vegna framkvæmda við Gilsfjarðarbrú.
Suðurland
Virkni á Hengilssvæðinu var með meira móti fyrri hluta
vikunnar. Þann 10. varð snotur
skjálftahrina nærri Hrómunartindi.
Þann 10. var einnig hrina skammt norðan Vigdísarvalla
og fannst einn atburður hennar (3 á richter) í Hafnarfirði. Sama dag
hófst hrina í Langjökli SV-verðum. Skjálftar voru þar
næstu daga og stærstu atburðirnir voru um 3 á Richter.
Norðurland
Lítil virkni var fyrir norðan.
Kristján Ágústsson