Myndin sýnir upptök fjögurra jarðskjálfta nærri vinnslusvæði Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum vikuna 21.3.1998 (vika 12). Skjálftarnir eru táknaðir með rauðum doppum, grænir ferningar eru staðsetningar borholna. Brotlausnir skjálftanna eru sýndar með jafnflatarvörpun á neðri hálfkúlum (e. equal area, lower hemisphere projection). Tveir vestustu skjálftarnir eru siggengisskjálftar en í hinum tveimur varð einkum sniðgengishreyfing með nokkrum samgengisþætti. Skjálftarnir urðu á 5.6-7.3 km dýpi og á bilinu 1-2 á Richterkvarða að stærð.

Einnig eru sýnd upptök skjálfta í nágrenni Hrómundartinds (Hr á myndinni hér fyrir ofan) eftir upptakagreiningu. Reiknuð voru strik og halli bestu plana gegnum skjálftaþyrpingar a, b, og c. Strikstefnur og halli eru sýnd með gulum strikum. Einföld túlkun á skjálftum þessum er að veikleiki sé í skorpunni með stefnu samsíða goshryggjum á svæðinu. Hreyfingar á veika svæðinu verða hins vegar á nokkrum sprungum sem mynda 10-30 gráðu horn við stefnu þess.

Sigurður Th. Rögnvaldsson