Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980323 - 980329, vika 13

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Alls voru 474 skjálftar staðsettir í þessari viku.

Suðurland

Allmikil virkni var á Helgilssvæðinu í vikunni, ekki síst í grennd við Ölkelduháls. Þar varð stærsti skjáftinn, 2,7 stig. Ennfremur skalf talsvert í Ölfusinu og urðu helstu atburðirnir rétt NV við Hjallahverfið. Nokkrir skjálftar urðu í vestanverðum Mýrdalsjökli, sá stærsti 3,1 stig. Tveir atburðir mældust í Fljótshverfi.

Norðurland

Fáir skjálftar mældust fyrir Norðurlandi. Helst ber að nefna atburð (2,8 stig) NNV af Tjörnesi og tvo skjálfta (um 2,5 stig) 30-35 km NNV af Siglufirði.

Hálendið

Skjálftar áttu upptök sín í Geitlandsjökli og einnig varð skjálfti í Guðlaugstungum NA við Hveravelli. Þá urðu atburðir í Grímsvötnum og NA við Hamarinn.

Barði Þorkelsson