Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980330 - 980405, vika 14

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Þessi vika var yfirfarin í lok september 1999 og margir skjálftar endurstaðsettir. Einnig var bætt við sérkortum af landshlutum.

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls voru 412 atburðir skráðir í vikunni, þar af 22 sprengingar.

Suðurland

Þónokkrir skjálftar voru á Hengilsvæðinu og suður við Hjallana í Ölfus. Stærsti skjálftinn (2.0) var þann 5. í Hjöllunum. Einn skjálfti upp á 2.3 mældist rétt norður af Surtsey.

Norðurland

Ágætis virkni fyrir norðan sem virðist meginatriðum hópa sig í bletti á tveimur NV-SA línum.

Hálendið

Tveir skjálftar voru í Grímsvötnum (2.4 og 1.1), einn í Langjökli vestanverðum (0.6) og einn rétt NV við Torfajökul (2.4).

Margrét Ásgeirsdóttir