Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980406 - 980412, vika 15

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland

Mesta virknin í vikunni var í nokkrum hrinum sem urðu á línu frá Ölfusá rétt vestan við Selfoss í Sveifluháls rétt vestan Krísuvíkur. Að venju var einnig veruleg skjálftavirkni nyrst á Hengilssvæðinu. Í byrjun vikunnar var hrina inn af Hagavík, sunnan Þingvallavatns. Á Miðvikudaginn var skjálftahrina undir Jósepsdal. Skjálftar mældust einnig sunnan Reykjaness.

Norðurland

Dreifð virkni var á jarðskjálftasvæðum fyrir Norðurlandi, einnig urðu tveir skjálftar rétt austan við Mývatn.

Hálendið

Skjálftar mældust í Langjökli og Vatnajökli, á Torfajökulssvæðinu og við Kötlu.

Einar Kjartansson