Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980420 - 980426, vika 17

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Í vikunni voru alls 786 atburðir staðsettir þar á meðal voru a.m.k. 17 sprengingar.

Suðurland

Á Reykjanesskaga voru nokkrir smáskjálftar við Kleifarvatn.

Nokkrir smáskjálftar voru við Hestfjall á Suðurlandi.

Meginskjálftavirknin var eins og oft á áður á Hengilssvæðinu. Um 650 skjálftar mældust þar í vikunni. Stærsti skjálftinn var þ. 24.04. kl. 07:52, M=2.2.

Norðurland

Tiltölulega róleg skjálftavirkni var úti fyrir Norðurlandi. Smáskjálftar voru fyrir mynni Eyjafjarðar og norður í Eyjafjarðarál.

Hálendið

Á tímabilinu 20.-23. apríl mældust 7 skjálftar í Ódáðahrauni um 15 km NV af Öskju. Stærsti skjálftinn þar var 23. apríl kl. 04:37 , M=2.5.

Dagana 23.-24. apríl komu nokkrir skjálftar í Hrafntinnuhrauni, NV við Torfajökul.

Einn skjálfti var norðan við Geitlandsjökul í Langjökli þ. 26.04. kl. 06:28.

Gunnar B. Guðmundsson