Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980504 - 980510, vika 19

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Í vikunni voru alls 630 atburðir staðsettir og þar á meðal voru 10 sprengingar.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu voru 525 smáskjálftar. Flestir skjálftarnir voru milli Kyllisfells og Hrómundartinds. Stærsti skjálftinn var NA í Kyllisfelli þann 5. maí kl. 01:40 , M=2.2.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi hefur skjálftavirkni verið tiltölulega lítil. Sunnudaginn 10. maí var smáhrina um 18 km SA við Grímsey.

Hálendið

Þann 5. maí kl. 20:50 var skjálfti í Skjaldbreið , M=0.7. Þann 7.5. kl. 07:41 er skjálfti í Ódáðahrauni, M=2.1. Þann 10.5. kl. 22:13 er skjálfti austan við Hamarinn í Vatnajökli, M=1.9.

Gunnar B. Guðmundsson