| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 980518 - 980524, vika 21

Til að prenta kortið má nota
postscript
Alls voru staðsettir 557 skjálftar í vikunni, auk nokkrra sprenginga
vegna framkvæmda við Sultartangavirkjun og á Geldinganesi.
Suðurland
Að vanda urðu allnokkrir skjálftar á Hengilssvæðinu en einnig varð
hrina smáskjálfta nærri
Hlíðarvatni 22. og 23. maí.
Norðurland
Lítil sem engin skjálftavirkni var á Norðurlandi þessa vikuna.
Hálendið
Nokkrir skjálftar mældust í nágrenni Öskju. Staðsetningin er þó
óörugg, enda sjást skjálftarnir ekki nema á 2-3 mælum.
Stakir skjálftar mældust í Vatnajökli, Mýrdalsjökli og Langjökli.
Sigurður Th. Rögnvaldsson