ititle>Skjálftavikrkni í viku 22, 1998
| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 980525 - 980531, vika 22

Til að prenta kortið má nota
postscript
Alls er 651 skjálfti í skránni þessa vikuna. Einnig voru staðsettar sprengingar í Geldingarnesi, við Sultartanga og á Húsavík.
Suðurland
Allnokkur skjálftavirkni var á Hengilssvæðinu og mældist stærsti atburðurinn 2,3 stig. Einnig var virkni í Ölfusinu. Þá urðu allmargir skjálftar skammt vestur af Geitafelli, sá stærsti 2,1 stig. Þá skalf nokkuð í grennd við Krísuvík, og mældist stærsti skjálftinn 2,5
stig.
Norðurland
Hrina jarðskjálfta varð skammt austur af Grímsey og mældust nokkrir atburðir um 2,5 stig. Einnig var nokkuð um skjálfta í Öxarfirði.
Hálendið
Verulega hrinu gerði við Herðubreiðarlindir og jókst hún er leið á helgina. Mældist stærsti skjálftinn 3,7 stig. Þá urðu stakir atburðir norður af Dyngjufjöllum. Einnig í Grímsvötnum, Mýrdalsjökli, Torfajökli og nokkrir skjálftar mældust í Þórisjökli.
Barði Þorkelsson