Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980713 - 980719, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Í vikunni mældust 285 jarðskjálftar og auk þess nokkrar sprengingar.

Suðurland

Virkni var mest á Hengilssvæðinu og í Ölfusi að vanda, einnig nokkrir skjálftar í Krísuvík. Allt voru það smáir skjálftar.

Norðurland

Nokkrir smáskjálftar voru austan við Grímsey og fyrir mynni Eyjafjarðar, auk stakra skjálfta á víð og dreif.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli voru nokkrir skjálftar, tveir þeirra rúm 2 stig á Richter, en aðrir smærri. Þá mældist einn skjálfti í Grímsvötnum.

Þórunn Skaftadóttir