Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980720 - 980726, vika 30

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland

Athyglisverðasta virknin á Suðurlandi þessa vikuna voru hvellirnir í Mýrdalsjökli Nokkur virkni var einnig norðan Hestvatns. Sá stærsti mældist um 2.7 á Richterskvarða og fannst sá í Biskupstungum og í Grímsnesi. Alltaf er nokkur virkni á Hengilssvæðinu og kringum Sveifluhálsinn er nokkur virkni. Að lokum vil ég benda á skjálfta sunnan við Surtsey.

Norðurland

Hrinan austan Grímseyjar hélt áfram fyrstu daga vikunnar. Dálítið er um smáskjálfta sem ekki var unnt að staðsetja. Virknin er ekki mjög mikil, en athyglisvert er þó hvernig hún dreifist um allt sprungusvæðið norðan Vatnajökuls.

Hálendið

Rólegt er á hálendinu, einn skjálfti mældist við Langjökul.

Steinunn Jakobsdóttir