| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 980727 - 980802, vika 31

Til að prenta kortið má nota
postscript
Vikan í heild var frekar róleg, 364 skjálftar staðsettir auk 8 sprenginga. 5 þeirra voru á
Sultartanga, 1 í Hvalfirði og 2 á Fljótsheiðinni. Sprengingarnar eru ekki með á kortinu.
Suðurland
Einhver virkni var í Henglinum þessa vikuna en allir skjálftar smáir. Sama má segja um Krísuvík.
Allnokkur virkni var við Hestvatn og náði hún hámarki á laugardegi kl. 12:23 er skjálfti upp á
2,8-2,9 varð. Eftir hann dró úr virkninni og hafa síðan aðeins mælst smáskjálftar á svæðinu.
Tveir skjálftar mældust í nágrenni Almannagjár á Þingvöllum.
Norðurland
Lítil skjálftavirkni á Norðurlandi, fáeinir mældir úti fyrir Öxarfirði, Skjálfanda og Eyjafirði.
Einn skjálfti mældist á fremur óvenjulegum stað, undir Vatnsskarði. Skjálftar á þessum stað
eru ekki með öllu óþekktir, aðeins sjaldgæfir.
Hálendið
Hálendið var rólegt. Einn skjálfti mældur í grennd við Hrafntinnusker og tveir í Þórisjökli.
Pálmi Erlendsson