| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 980803 - 980809, vika 32

Til að prenta kortið má nota
postscript
Virkni í vikunni var lítil. 217 skjálftar voru staðsettir auk 10 sprenginga
við Sultartanga, 3 við Geldinganes og 1 á Fljótsheiði. (Sprengingar eru ekki
með á kortinu).
Suðurland
Einhver virkni var áfram við Hestvatn. Lítil virkni var á Hengilssvæðinu
en rétt fyrir miðnætti 9.ágúst var jarðskjálfti um 5 km SSA af Skálafelli
að stærð ML 2.5, sem fannst í Hveragerði.
Norðurland
Skjálftar mældust við Grímsey og úti fyrir Eyjafirði.
Hálendið
Einn skjálfti var í grennd við Hrafntinnusker.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir