| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 980810 - 980816, vika 33

Til að prenta kortið má nota
postscript
Vikan var fremur róleg. Á þriðja hundruð atburðir voru skráðir.
Suðurland
Það er athyglisvert hve virkni er samfelld
út eftir Reykjanesskaganum.
Margir þessara atburða eru smáir, þó þeir séu skýrir, og koma
ekki fram á yfirlitskortinu.
Nokkrir slíkir atburðir áttu upptök sín
norðan við Keili, innan Reykjaness- Vogasprungusveimsins.
Þá eru atburðir í Þórisjökli og Langjökli. Einnig
í Þingvallahrauni og í Svínahlíð við Þingvallavatn.
Norðurland
Hefðbundin virkni.
Hálendið
Þrír atburðir mældust við Herðubreið og einn við Grímsvötn.
Kristján Ágústsson