Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980921 - 980927, vika 39

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Í vikunni voru staðsettir 400 atburðir, þar af 13 sprengingar við Sultartangavirkjun.

Suðurland

Virkni virðist vera vaxandi á Reykjanesskaganum vestan Bljáfjalla. Stærsti skjálftinn sem mældist í vikunni var laust fyrir klukkan níu á mánudagsmorgni, undir Kleyfarvatni. Stærðin var 2.8. Talsverð skjálftavirkni var undir Kleifarvatni alla vikuna og einnig voru skjálftar annarstaðar á línu milli Lækjarbotna og Krísuvíkur. Nokkrir skjálftar voru norðaustan Grindavíkur, sá stærsti um klukkan 23:03 á laugardagskvöldið nærri Ísólfsskála.

Norðurland

Dreifð virkni var fyrir norðurlandi og einn skjálfti mældist inn af Skagafirði.

Hálendið

Fyrri hluta vikunnar var hrina sunnan Langjökuls, um 10 km norðan við Geysi í Haukadal. Nokkrir skjálftar mældust í vestanverðum Mýrdalsjökli og einn skjálfti mældist í norðurjaðri Eyjafjallajökuls.

Einar Kjartansson