| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 981005 - 981011, vika 41

Til að prenta kortið má nota
postscript
Í vikunni voru 176 jarðskjálftar staðsettir og 14 sprengingar (13 við
Sultartangavirkjun og 1 í Geldinganesi).
Suðurland
Tuttugu jarðskjálftar voru staðsettir undir Kleifarvatni. Nálægt 70 skjálftar voru staðsettir á Hengilssvæðinu og í Ölfusi. Stærstir þeirra voru um 3 km
NNV af Hveragerði, 2.0 stig 6/10 og 2.4 stig 9/10.
Norðurland
Um 30 skjálftar voru staðsettir úti fyrir Norðurlandi. Sá stærsti var 2.3 stig,
um 8 km NNV af Gjögurtá.
Hálendið
Níu skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, 7 undir Goðalandsjökli (1.1-2.3 stig) en tveir nærri Kötlu (1.6 og 1.9 stig). Einn skjálfti
var staðsettur við Torfajökul og tveir í Hrafntinnuhrauni. Einn skjálfti, 2
stig, var staðsettur í Grímsvötnum, einn smáskjálfti við Þórisjökul, tveir
við Kröflu og 2 í nágrenni Herðubreiðar.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir