Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 981012 - 981018, vika 42

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Í vikunni voru 240 atburðir staðsettir þar af voru 13 sprengingar ( 10 við Sultartanga og 3 í Geldinganesi )

Suðurland

Þann 16.10. kl. 18:20 var skjálfti að stærð 1.3 NA við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg.

Þann 18.10. voru nokkrir skjálftar við Svartsengi á Reykjanesi. Sá stærsti var kl. 09:10, M=2.0.

Við Kleifarvatn voru smáskjálftar af og til alla vikuna.

Smáskjálftar voru daglega á Hengilssvæðinu alla vikuna. Stærsti skjálftinn á svæðinu var um 3-4 km sunnan við Skálafell á Hellisheiði þann 18.10. kl. 19:39, M=2.5.

Fáeinir skjálftar voru á Suðurlandsundirlendi, aðallega í Holtunum.

Norðurland

Skjálftavirkni var aðallega fyrir mynni Eyjafjarðar og einnig austan við Mánáreyjar í Öxarfirði. Stærsti skjálftinn fyrir mynni Eyjafjarðar var þ. 16.10. kl. 13:29, M=2.7.

Hálendið

Nokkrir skjálftar voru við Torfajökull. Undir Mýrdalsjökli voru skjálftar í Goðabungu og einnig í Kötlu.

Þann 18.10. kl. 18:41 var skjálfti að stærð 2 í Herðubreið.

Gunnar B. Guðmundsson