Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 981019 - 981025, vika 43

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Alls voru staðsettir 194 skjálftar auk 16 sprenginga.

Suðurland

Aðfaranótt þess 22. varð lítil skjálftahrina við Kleifarvatn og mældist stærsti skjálftinn 2.0 stig. Á Hengilssvæðinu og í grennd voru atburðir venju fremur fáir og smáir, en sá stærsti reyndist 1,3 stig. Nokkrir skjálftar urðu rétt vestan Sandfells ofan Lækjarbotna. Þá urðu nokkrir smáskjálftar í Holtunum.

Norðurland

Þann 22. varð skjálfti í Öxarfirði og mældist stærð hans 2,1 stig. Þá má nefna atburði við Dalvík (1,8 stig) og í Fljótum (1,6 stig).

Hálendið

Nokkrir skjálftar mældust í Mýrdalsjökli vestanverðum. Reyndust þeir stærstu 2,3 stig. Ennfremur urðu tveir skjálftar nærri Herðubreið, einn nærri Torfajökli og annar í Geitlandsjökli.

Barði Þorkelsson