| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 981019 - 981025, vika 43

Til að prenta kortið má nota
postscript
Alls voru staðsettir 194 skjálftar auk 16 sprenginga.
Suðurland
Aðfaranótt þess 22. varð lítil skjálftahrina við Kleifarvatn og mældist stærsti
skjálftinn 2.0 stig. Á Hengilssvæðinu og í grennd voru atburðir venju fremur
fáir og smáir, en sá stærsti reyndist 1,3 stig. Nokkrir skjálftar urðu rétt
vestan Sandfells ofan Lækjarbotna. Þá urðu nokkrir smáskjálftar í Holtunum.
Norðurland
Þann 22. varð skjálfti í Öxarfirði og mældist stærð hans 2,1 stig. Þá má nefna
atburði við Dalvík (1,8 stig) og í Fljótum (1,6 stig).
Hálendið
Nokkrir skjálftar mældust í Mýrdalsjökli vestanverðum. Reyndust þeir stærstu
2,3 stig. Ennfremur urðu tveir skjálftar nærri Herðubreið, einn nærri
Torfajökli og annar í Geitlandsjökli.
Barði Þorkelsson