Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 981026 - 981101, vika 44

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Alls staðsettir 218 skjálftar þessa vikuna auk 21 sprengingar á Sultartanga, í Geldinganesi, í Hamranesi sunnan Hafnarfjarðar og í grennd við Hafravatn. Sprengingarnar eru ekki með á kortinu.

Suðurland

Langmest af skjálftum vikunnar urðu á vestanverðu Suðurlandsundirlendinu og Reykjanesskaga. Allt voru þetta smáir skjálftar, sá stærsti M2.6 í Skarðsmýrarfjalli kl. 12:20 þann 29. október. Smáskjálftahrina varð í Vörðufelli og hefur Sigurður Rögnvaldsson kortlagt sprunguna.

Norðurland

Afar lítil virkni fyrir norðan.

Hálendið

Fáeinir skjálftar í Mýrdalsjökli, nánar tiltekið í Goðalandsjöklinum. Einn skjálfti mældist á Hveravöllum og einn í grennd við Hrafntinnusker.

Pálmi Erlendsson