Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 981207 - 981213, vika 50

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Vikan var með rólegra móti, staðsettir skjálftar eru 211, auk nokkurra sprenginga. Flestar sprenginganna eru við Sandafell.

Suðurland

Engar áberandi hrinur urðu í vikunni en slæðingur af skjálftum við Kleifarvatn, í Ölfusi og norðar á Hengilssvæði. Einnig eru nokkrir skjálftar í skjálftabelti Suðurlands, einkum við Hestfjall.

Norðurland

Sáralítið var um skjálfta á Norðurlandi. Þá urður nokkrir atburðir skammt austur af Grímsey og einn lítill skjálfti varð undir Hrísey sunnanverðri.

Hálendið

Nokkrir skjálftar í vestanverðum Mýrdalsjökli, einn í Eyjafjallajökli, tveir í Vatnajökli vestanverðum og einn í Langjökli.

Sigurður Th. Rögnvaldsson