| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 981207 - 981213, vika 50

Til að prenta kortið má nota
postscript
Vikan var með rólegra móti, staðsettir skjálftar eru 211, auk nokkurra
sprenginga. Flestar sprenginganna eru við Sandafell.
Suðurland
Engar áberandi hrinur urðu í vikunni en slæðingur af skjálftum við
Kleifarvatn, í Ölfusi og norðar á Hengilssvæði. Einnig eru nokkrir
skjálftar í skjálftabelti Suðurlands, einkum við Hestfjall.
Norðurland
Sáralítið var um skjálfta á Norðurlandi. Þá urður nokkrir atburðir
skammt austur af Grímsey og einn lítill skjálfti varð undir Hrísey
sunnanverðri.
Hálendið
Nokkrir skjálftar í vestanverðum Mýrdalsjökli, einn í Eyjafjallajökli,
tveir í Vatnajökli vestanverðum og einn í Langjökli.
Sigurður Th. Rögnvaldsson