| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 990118 - 990124, vika 03

Til að prenta kortið má nota
postscript
Vikan var róleg, aðeins staðsettir 150 skjálftar auk nokkurra sprenginga.
Suðurland
Þeir fáu skjálftar sem mældust voru á hefðbundnum slóðum, á Hengilssvæði,
í Ölfusi, nærri Kleifarvatni og í skjálftabeltinu á Suðurlandi.
Stærsti skjálftinn varð um 4 km NA af Skíðaskálanum í Hveradölum, 2.4 á
Ricther.
Í Borgarfirði mældist skjálfti
kl. 02:37 sunnudaginn 24. janúar, 1.2 á Richterkvarða.
Norðurland
Nokkrir skálftar með upptök um 2 km ASA af Kópaskeri urðu um helgina 23. og 24.
janúar. Þeir eru allir litlir, um 1 á Richterkvarða. Upptökin eru
nærri mótum Grímseyjarbrotabeltisins og nyrðra gosbeltisins.
Hálendið
Einn lítill skjálfti í Þórisjökli og annar nærri Öskju.
Sigurður Th. Rögnvaldsson