![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Vikan í heild sinn mjög róleg. 117 skjálftar staðsettir. Að auki eru alltaf staðsettar sprengingar víðsvegar um land. Algengastar eru þær í grennd við Sultartanga en einnig nokkuð algengar í Geldinganesi í Hamranesi vestan Hafnarfjarðar. Á kortið hefur slæðst með ein sprenging í nágrenni Akureyrar.
Allnokkrir hringdu til Veðurstofu vegna titrings eða sprenginga upp úr klukkan 15 föstudaginn 5. febrúar. Þetta reyndust vera þotur að rjúfa hljóðmúrinn um 120 sjómílur vestur af Reykjanesi. Þetta mældist vel á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar um allt land eins og sjá má á þessari óróamynd.