Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Hljóðmúrinn rofinn

Á myndinni eru sýndar óróamælingar frá fimm stöðvum:

kriKrísuvík
midMiðmörk undir Eyjafjallajökli
skrSkrokkalda á Sprengisandi
renReynihlíð við Mývatn
adaAðalból í Hrafnkellsdal

Um klukkan 15:10 mælist óróatoppur í Krísuvík, 5 mínútum síðar á Miðmörk, 10 mínútum síðar á Skrokköldu en um 15 mínútum síðar á Reynihlíð og Aðalbóli. Þetta er í allgóðu samræmi við þann tíma sem það tekur hljóðbylgju, sem kemur úr vestri, að ferðast yfir landið. Vitað er til þess að þetta fannst/heyrðist vel í Fossvogsdalnum í Reykjavík og í Bláfjöllum.

Hér er um að ræða hljóðbylgju, nokkurs konar sprengingu er varð líklega er þota í æfingaflugi um 120 sjómílur vestur af Reykjanesi rauf hljóðmúrinn.


Pálmi Erlendsson (pe@vedur.is)