| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 990208 - 990214, vika 06

Til að prenta kortið má nota
postscript
Þetta var frekar róleg vika, alls mældust 220 skjálftar á og við landið. Nokkrir staðsettust fyrir norðan land á brotabeltið norðan við Kolbeinseyjarhrygg, þá má skoða hér. Einnig staðsettust 12 sprengingar við Hafnarfjörð, Sultartanga og Akureyri.
Suðurland
Hæst bar á góma stutt hrina á Reykjaneshrygg þann 8. febrúar þar sem stærsti skjálftinn var 2.2 að stærð. Við Krísuvík og Kleifarvatn voru nokkrir skjálftar og tveir rétt austan við Fagradalsfjall en flestir voru þeir á Hengilsvæðinu og í Ölfus, slatti í Holtum og Landsveit og einn austur í Reykjadölum. Auk þess var einn skjálfti um 40 km suður af Stokkseyri.
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandi voru skjálftar á víð og dreif, mest við minni Eyjafjarðar, austur af Grímsey og í Öxarfirði. Nokkrir skjálftar mældust
í nágrenni Kópaskers og fannst sá stærsti þar. Hann var 2.5 stig, þann 10. kl 23:42. Hér má skoða nærmynd af Kópaskeri og skjálftunum þar.
Hálendið
Einn skjálfti var í Eyjafjallajökli, tveir í vestanverðum Mýrdalsjökli, í Vatnajökli voru: einn við Bárðarbungu, annar við Hamarinn og sá þriðji í Kverkfjöllum, auk þess var einn við Herðubreiðartögl norður af Vatnajökli.
Margrét Ásgeirsdóttir