| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 990215 - 990221, vika 07

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Í vikunni mældust 216 jarðskjálftar og nokkrar sprengingar.
Suðurland
Í Ölfusi var virknin aðallega við Hrómundartind og sunnan við Skálafell.
Allir voru skjálftarnir smáir, sá stærsti 1.9 stig. Smáskjálftar mældust
við Surtsey og um 40 km suður af Grindavík, en um 200 km SV af Reykjanesi
mældust nokkrir skjálftar, þar sem sá stærsti var 2.7 stig.
Norðurland
Á og úti fyrir Norðurlandi mældust einungis dreifðir smáskjálftar.
Hálendið
Í Vatnajökli mældust nokkrir skjálftar við Hamarinn, þar sem sá stærsti var
1.7 stig og einnig nokkrir smáskjálftar í austanverðum Skeiðarárjökli.
Þá mældust einnig skjálftar í Geitlandsjökli, Mýrdalsjökli og vestan
Torfajökuls.
Þórunn Skaftadóttir