| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 990222 - 990228, vika 08

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Þessi vika var mjög róleg og um 140 atburðir voru skráðir.
Suðurland
Á Hengilssvæðinu var mesta virknin og flestir atburðir
2-3 km SA Hrómundartinds. Þá voru nokkrir atburðir við
Hjalla og stöku skjálftar á Suðurlandsskjálftabeltinu.
Norðurland
Nokkrir atburðir voru á Húsavíkur-Flateyjar brotinu og
athyglisverð mjög staðbundin hrina norður af Siglufirði.
Hálendið
Engir skjálftar eru staðsettir.
Kristján Ágústsson