Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990301 - 990307, vika 09

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Þessa vikuna voru staðsettir 372 jarðskjálftar og 10 sprengingar (á Geldinganesi og við Hafnarfjörð).

Suðurland

Skjálftahrina hófst á Hengilssvæðinu um hádegisbilið þann 5., nánar tiltekið skammt norðan Hrómundartinds. Mjög dró úr hrinunni er leið á þann 6. Stærsti skjálftinn mældist 2,4 stig kl. 1159 þann 5. Skömmu áður varð skjálfti af stærðinni 2,3 stig í Ölfusi, skammt NA af Hjallahverfinu. Þann 1. urðu nokkrir skjálftar í Eyjafjallajökli, nánar tiltekið milli Gígjökuls og Steinsholtsjökuls. Mældist sá fyrsti og stærsti 3,6 stig og fannst undir Eyjafjöllum, í Fljótshlíð, á Hvolsvelli og í Holtum. Næststærsti skjálftinn reyndist 2,9 stig, en hinir mun minni. Nokkur virkni var í grennd við Kleifarvatn og nokkrir smærri atburðir á Suðurlandsbrotabeltinu. Tveir skjálftar mældust í Mýrdalsjökli.

Norðurland

Mjög lítil virkni þessa vikuna.

Hálendið

Skjálfti mældist nærri Hamrinum í Vatnajökli og tveir við Herðubreið.

Barði Þorkelsson