Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990308 - 990314, vika 10

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

429 skjálftar voru staðsettur í vikunni og 16 sprengingar (á Geldinganesi, við Hafnarfjörð, við Sultartanga og í Krossanesnámu, Akureyri).

Suðurland

Nærri 300 skjálftar voru staðsettir á Hengilssvæðinu dagana 8. og 9. mars. Langflestir voru á línu NA við Hrómundartind. Stærsti skjálftinn mældist 2.5 stig. Nokkur virkni var við Kleifarvatn. Stærstu skjálftarnir mældust 2.3 og 2.6 stig.

Norðurland

Mjög lítil virkni var á Norðurlandi þessa vikuna.

Hálendið

Skjálfti mældist við Hamarinn, 1.5 stig. Einn skjálfti var í Mýrdalsjökli, 1.4 stig, og tveir í Eyjafjallajökli, 0.8 og 1.1.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir