Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990315 - 990321, vika 11

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Alls voru 286 atburðir staðsettir og þar af 18 sprengingar.

Suðurland

Á annað hundrað smáskjálftar voru í Holtunum frá byrjun vikunnar og fram til 20. mars.

Viðvarandi smáskjálftavirkni var á Hengilssvæðinu.

Norðurland

Mjög lítil skjálftavirkni var fyrir norðan.

Hálendið

Þann 16. mars voru nokkrir skjálftar nokkra km sunnan við Hlöðufell (við Högnhöfða).

Frá 17. mars og út vikuna voru allmargir skjálftar norðan við Sandfell. Stærsti skjálftinn þar varð þann 21. mars kl. 06:27, M=2.9.

Fáeinir skjálftar voru við Hamarinn í Vatnajökli og einnig 2 skjálftar í Eyjafjallajökli.

Gunnar B. Guðmundsson