Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990322 - 990328, vika 12

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Vikan var róleg, aðeins voru staðsettir 168 jarðskjálftar og 12 sprengingar.

Suðurland

Mjög dró úr skjálftum í Holtunum en nokkrir skjálftar urðu þó á Suðurlandi, auk skjálfta á Hengilssvæði og í Ölfusi.

Norðurland

Fyrir norðan urðu fáir skjálftar og smáir.

Hálendið

Í nágrenni Sandfells urðu að meðaltali 2-3 skjálftar á dag en heldur er að draga úr hrinunni þar.

Sigurður Th. Rögnvaldsson