Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990405 - 990411, vika 14

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Frekar róleg vika, sem einkennist þó af smáskjálftavirkni á stöðum, sem oftast eru rólegir. Alls mældust 152 skjálftar og 2 sprengingar. Alla vikuna hefur verið virkni suður undir Langjökli. Fyrri hluta vikunnar var nokkur virkni við Herðubreiðartögl , en um helgina mældust nokkrir skjálftar á Hengilssvæðinu, alveg við Nesjavelli.

Suðurland

Smáskjálftavirkni í Holtunum og á Skeiðum alla vikuna. Virknin norður af Geysi, norðan Sandfells er enn í gangi og fyrri hluta vikunnar mældust skjálftar í Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli.

Hálendið

Hrinan í Herðubreiðartöglum athyglisverðust, en einnig mælast tveir skjálftar á Lokahrygg í Vatnajökli.

Steinunn S. Jakobsdóttir