Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990419 - 990425, vika 16

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Róleg skjálftavika. Alls voru 187 atburðir staðsettir í vikunni og þar af voru 5 sprengingar.

Suðurland

Skjálftavirkni á Hengilssvæðinu var mjög lítil frameftir vikunni. Þann 24.04. kl. 2012 var skjálfti við Kyllisfell, M=2.2. Í kjölfarið fylgdu allnokkrir smáskjálftar þar.

Norðurland

Nokkrir skjálftar í Öxarfirði, við Flatey á Skjálfanda og norður af Siglufirði.

Hálendið

Að jafnaði voru 1-3 skjálftar á dag norðan við Sandfell (sunnan Langjökuls). Tveir skjálftar voru við Herðubreiðartögl. Þann 19.04. kl. 0558 var einn skjálfti (M=1.2) undir Eyjafjallajökli. Þann 20.04. kl.1214 var skjálfti undir Mýrdalsjökli, M=1.4. Þann 25.04. kl. 0632 var skjálfti (M=1.9) við Skaftárkatla í Vatnajökli.

Gunnar B. Guðmundsson