Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990426 - 990502, vika 17

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Í vikunni voru staðsettir 418 jarðskjálftar og 9 sprengingar.

Suðurland

Veruleg virkni var norðan Hveragerðis og á Hengilssvæðinu. Stærsti skjálftinn var var rétt sunnan Súlufells þann 27. og mældist 2,8 stig. Fannst hann í Reykjavík og í Holta- og Landssveit. Í Ölfusi var nokkur virkni en atburðirnir allir smáir. Þann 26. mældist skjálfti að stærðinni 2,2 stig um 25 km út af Reykjanesi. Einn skjálfti varð rétt norður af Surtsey, 1,7 stig.

Norðurland

Lítil skjálftavirkni var fyrir Norðurlandi. Helst ber að nefna skjálfta af stærðinni 2,1 um 15 km út af Siglunesi og annan (2,0 stig) um 5 km út af Gjögurtá.

Hálendið

Tveir skjálftar, báðir 2,4 stig, urðu í Dyngjufjöllum. Þá varð skjálfti norðan Tungnafellsjökuls, 1,7 stig. Ennfremur urðu atburðir í norðanverðum Eyjafjallajökli, í Mýrdalsjökli og á Torfajökulssvæðinu.

Barði Þorkelsson