Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990503 - 990509, vika 18

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Róleg vika. Mældir voru 200 jarðskjálftar auk 5 sprenginga.

Suðurland

Virknin á Hengilssvæðinu var aðallega í nágrenni við Hrómundartind, en það voru aðeins smáskjálftar. Einnig voru nokkrir smáskjálftar við Kleifarvatn og Sandfell sunnan Langjökuls.

Norðurland

Fyrri hluta vikunnar voru skjálftar úti fyrir mynni Eyjafjarðar á línu VNV frá Flatey, sá stærsti var 1.8 stig. Nokkrir smáskjálftar voru við Grímsey og tveir skjálftar 2.7 og 2.4 stig mældust 240 km norður af Grímsey.

Hálendið

Í Eyjafjallajökli urðu þrír skjálftar þann 3. Sá stærsti var 2.7 stig. Í Vatnajökli austan við Hamarinn urðu líka þrír skjálftar, sá stærsti þeirra var 2.2 stig. Þá mældust nokkrir smáskjálftar í Skeiðarárjökli.

Þórunn Skaftadóttir