Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990510 - 990516, vika 19

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Staðsettir jarðskjálftar voru 244 þessa vikuna. Allir voru þeir smáir og ekki vitað til þess að neinn hafi fundist. Að auki voru staðsettar 9 sprengingar sem ekki eru sýndar á kortinu. Þær voru í Grindavíkurhöfn, Hamranesi við Hafnarfjörð, í Kollafirði, Geldinganesi og Helguvík.

Suðurland

Flestir skjálftar voru á Hengilssvæðinu að vanda. Allnokkrir í Ölfusi, á Reykjanesskaga og hér og þar á Suðurlandsundirlendi, allt frá Ölfusinum austur að Heklu.

Norðurland

Nokkrir skjálftar í hnapp norðan Grímseyjar og einnig rétt sunnan hennar. Stöku skjálftar allt frá Öxarfirði vestur fyrir mynni Eyjafjarðar.

Hálendið

Fáeinir skjálftar sunnan Langjökuls, í Sandfelli og einn í jöklinum sjálfum.

Pálmi Erlendsson