| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 990517 - 990523, vika 20

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
120 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni og 4 sprengingar (við Sultartanga, við Hafnarfjörð og í Grindavíkurhöfn).
Suðurland
Um 30 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu og nokkrir í Ölfusinu. Um 10 skjálftar voru við Kleifarvatn.
Norðurland
Nokkur virkni var austan við Grímsey, stærsti skjálftinn mældist 2.1. Nokkrir skjálftar mældust í Öxarfirði (stærðir 1.9, 1.3 og 1.2). Skjálfti að stærð 2.6 mældist NA við Mývatn.
Hálendið
Einn skjálfti mældist undir Lokahrygg, 1.3 að stærð; einn undir Mýrdalsjökli, 1.6; tveir undir Eyjafjallajökli, 1.6 og 0.8; tveir undir Langjökli, 1.0 og 0.9; fjórir við Sandfell sunnan Langjökuls, 1.2, 0.6, 1.7 og 0.6.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir