![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Það sem mest setti svip sinn á virknina þessa vikuna voru skjálftar af stærð 3.9 annars vegar um 14 km austur af Grímsey og hins vegar á Hengilssvæðinu, austan við Ölkelduháls. Í kjölfarið mældust nokkur hundruð jarðskjálfta á Hengilssvæðinu. Svipuð virkni var austan Grímseyjar, en þar er næmni jarðskjálftakerfisins ekki jafn mikil og því mældust færri skjálftar þar. Í lok vikunnar hafði virknin minnkað verulega, en var þó enn heldur meiri en fyrir hrinuna.