Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990524 - 990530, vika 21

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Það sem mest setti svip sinn á virknina þessa vikuna voru skjálftar af stærð 3.9 annars vegar um 14 km austur af Grímsey og hins vegar á Hengilssvæðinu, austan við Ölkelduháls. Í kjölfarið mældust nokkur hundruð jarðskjálfta á Hengilssvæðinu. Svipuð virkni var austan Grímseyjar, en þar er næmni jarðskjálftakerfisins ekki jafn mikil og því mældust færri skjálftar þar. Í lok vikunnar hafði virknin minnkað verulega, en var þó enn heldur meiri en fyrir hrinuna.

Suðurland

Úrvinnslu er ekki að fullu lokið.

Norðurland

Hálendið

Sama þriðjudag og skjálftarnir af stærð 3.9 mældust, mældist skjálfti af stærð 1.7 við Grímsfjall Í Vatnajökli og um nóttina mældist skjálfti á Lokahrygg af stærð 1.6. virknin sunnan Langjökuls heldur áfram og á sunnudag mældust tveir skjálftar i miðjum Langjökli. Voru þeir af stærð 1.3 og 1.0 á Richter.

Steinunn S. Jakobsdóttir