| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 990531 - 990606, vika 22

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Alls voru staðsettir 252 skjálftar í vikunni, auk nokkurra sprenginga.
Suðurland
Smáskjálftar á Hengilssvæðinu, SA af Hrómundartindi. Við Kleifarvatn
urðu einnig nokkrir skjálftar, allir litlir. Eilítil dreif smáskjálfta
um Suðurland.
Norðurland
Nokkrir tugir smáskálfta urðu austur af Grímsey, flestir dagana 5. og 6.
júní.
Hálendið
Sunnudaginn 6. júní mældust þrír skjálftar í nágrenni Bárðarbungu, sá stærsti
um 3.4 á Richter, hinir ríflega 2.
Sigurður Th. Rögnvaldsson