Smáskjálftahrina við Kleifarvatn dagana 28. júní - 30. júní.
Myndin hér að ofan sýnir upptök jarðskjálfta við Kleifarvatn dagana 28. júní til
30. júní. Rauðir fylltir hringir tákna upptök jarðskjálfta.
Svartur þríhyrningur sýnir SIL jarðskjálftastöðina í Krísuvík (kri).
Myndin hér að ofan sýnir stærðir skjálftana við Kleifarvatn dagana 28/6 til 30/6.
Stærstu skjálftarnir eru 2.3 og 2.4 að stærð og verða í byrjun hrinunnar (kl. 17:53 og 18:57).
Síðan minnka þeir jafnt og þétt eftir það. Á undan meginskjálftunum
eru nokkrir forskjálftar.
Rósamyndin hér að ofan sýnir stefnurnar á láréttri spennu (horizontal compression)
sem fást frá brotlausnum skjálftanna í hrinunni. Eins og sjá má af myndinni
er megin stefnan um 40 gráður.