Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990719 - 990725, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Hæst ber skjálftahrinur í Þórisjökli og við Kleifarvatn. Því miður eru ekki allir skjálftar frá 24.júlí og 25.júlí hér inná kortum, en úr því verður bætt eins fljótt og auðið er.

Suðurland

Nokkrir skjálftar mældust í Mýrdalsjökli og í Eyjafjallajökli á mánudag og þriðjudag. Á þriðjudaginn jókst virknin við Kleifarvatn og þar voru staðsettir rúmlega 80 skjálftar yfir sólarhringinn. Stærsti skjálftinn var 2.6 en flestir voru innan við 1 á Ricther.
Á miðvikudaginn dróg aðeins úr skjálftavirkninni við Kleifarvatn. Þar mældust tæplega 30 skjálftar sá stærsti þeirra 2.5 að stærð. Nokkrir skjálftar mældust í Mýrdals- og Eyjafjallajökli allir rúmlega 1.
Virknin við Kleifarvatn á fimmtudeginum var svipuð og daginn áður. Einn skjálfti uppá 2.4 mældist í Mýrdalsjökli.
Föstudagurinn var heldur rólegur. Þrjátíu skjálftar voru staðsettir, flestir þeirra á Hengilssvæðinu og við Kleifarvatn. Tveir skjálftar mældust í Mýrdalsjökli báðir rúmlega 1.
Hrinan í Sveifluhálsi við SV-enda Kleifarvatns jókst til muna aðfaranótt sunnudagsins og þar hafa fjórir skjálftar mælst stærri en 2.5.

Norðurland

Nokkrir skjálftar mældust fyrir norðan land.

Hálendið

Aðfaranótt laugardagsins hófst hrina í í Þórisjökli mðe skjálfta kl. 3:43 af stærðinni 4. Síðan hafa orðið 15 skjálftar af stærðinni 2.5-3.3 í Þórisjökli, flestir á laugardag og sunnudag.
Í Vatnajökli mældist skjálfti af stærðinni 2.6 á Lokahrygg.

Kristín Jónsdóttir