Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Mjög róleg vika. Skjálftalisti vikunnar telur nú 187 en eitthvað á eftir að fækka þar þegar sprengingar í Grindavíkurhöfn fást staðfestar.
Flestir skjálftar við Krísuvík og í Henglinum. Allir mjög smáir.
Smáskjálftar jafnt dreifðir á skjálftabeltin úti fyrir Norðurlandi.
Þrír skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, tveir í Eyjafjallajökli, einn í Kaldaklofsfjöllum, tveir í Hrafntinnuskeri og einn á Lokahrygg sem jafnframt var stærsti skjálfti vikunnar, um 3 að stærð. Enn er einhver smávægileg virkni í Þórisjökli en þar voru staðsettir þrír skjálftar.