Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 991004 - 991010, vika 40

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls var staðsettur 221 skjálfti í vikunni.

Suðurland

Einhver smáskjálftavirkni var áfram í norðanverðum Flóa. Stærstu skjálftarnir mældust um M=2 þann 9.október um kl.10:30, þrír skjálftar með um sekúndu millibili.

Norðurland

Rólegt var á svæðinu í vikunni. Smáskjálftar mældust við Látraströnd. Einn skjálfti mældist í nágrenni við Þeistareyki 8.október, M=2.0.

Hálendið

Nokkrir skjálftar mældust undir vestanverðum Mýrdalsjökli. Sá stærsti var um 2.5 að stærð 5.október. Einn skjálfti mældist undir Lokahrygg, austan Hamarsins, um 2.4 að stærð 8.október. Einn smáskjálfti var staðsettur undir Langjökli.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir