Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 991011 - 991017, vika 41

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 200 skjálftar voru staðsettir í síðustu viku.

Suðurland

Skjálftavirkni á Suðurlandi var að mestu bundin við Hestvatnsskjálfta, en þeir voru hvorki margir né stórir. Skjálftadreif var annars um Suðurlandsskjálftabeltið og á Hengilssvæðinu.

Mýrdalsjökull

Smávegis aukning var í skjálftavirkni undir Mýrdalsjökli frá því í þarsíðustu viku (4.-10.okt). Skjálftarnir eru enn bundnir við sama hluta jökulsins, þ.e. í vesturhlutanum og eru allir undir M3 að stærð. Einn skjálfti var staðsettur norðan við Eyjafjallajökul.

Norðurland

Fyrir norðan land mældust skjálftar á hinum þekktu brotabeltum. Þeir voru allir innan við M2.5 að stærð.

Hálendið

Einn skjálfti mældist í Langjökli.

Kristín Jónsdóttir